Fyrsti ungbarnagallinn – Námskeið

4.990 kr.

Það var aldrei spurning að fyrsti ungbarnagallinn hjá okkur yrði útfærður af ungbarnapeysunni og ungbarnabuxunum okkar. Við erum mikið í að prjóna á lítil kríli þessa dagana og fannst vanta galla í úrvalið hjá okkur. 

Hæst ánægðar með útkomuna en gallinn er hugsaður með slim fit formi en lítið mál að útfæra fyrir þá prjónara sem vilja hafa gallann víðari. Þá er einfaldlega lykkjufjöldinn af stærri stærð tekin og prjónaður í þá lengd sem passar miðað við aldur. 

Gallinn er prjónaður ofan frá og niður en listinn hér fyrir neðan fer yfir helstu atriði sem er hægt að finna í námskeiðinu.
Þú lærir að..

 • Fitja upp
 • Prjóna berustykki ofan frá og niður
 • Prjóna slétt og brugðið munstur
 • Prjóna berustykki fram og tilbaka
 • Lesa munstur/telja út munstur
 • Prjóna hnappagöt
 • Auka út
 • Taka saman lykkjur
 • Flytja lykkjur á band til að búa til ermar
 • Taka upp lykkjur
 • Fitja upp með einu bandi
 • Tengja saman prjón þannig að endarnir leggist ofaná hvorn annan
 • Prjóna skálmar
 • Fella af
 • Lykkja saman
 • Frágangur
 • Setja tölur á

Viðbótar upplýsingar

Garn : Sandnes Baby Lanett. Hægt er að kaupa garnið hér eða hjá Tinnu ehf.

Prjónar : Hringprjón nr. 3 40 cm (einnig 60 cm fyrir stærri stærðir) / 5x sokkaprjóna nr. 3

Nál, skæri, málband og 6 – 8 tölur (fer eftir stærð)

StærðGarnMagn
0 - 3 mánaða
Sandnes Baby Lanett150g
3 - 6 mánaðaSandnes Baby Lanett150g
6 - 12 mánaðaSandnes Baby Lanett200g
12 - 18 mánaðaSandnes Baby Lanett300g
18 - 24 mánaðaSandnes Baby Lanett300g

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.

 

 

Vinsælar vörur með...

 • Lykke sokkaprjónar – 3 mm

  1.490 kr.
  Setja í körfu
 • Sandnes Baby Lanett – 2650

  990 kr.
  Setja í körfu
 • Sandnes Baby Lanett – 1022

  990 kr.
  Setja í körfu
 • Lykke hringprjónar – 3 mm, 40 cm

  1.490 kr.
  Setja í körfu