LEIÐBEININGAR

Ef eftirfarandi upplýsingar svara ekki þínum spurningum, þá ekki hika við heyra í okkur í gegnum skilaboð á Instagram eða Facebook eða í gegnum netfangið kvistknitting@kvist.is

Hvernig virkar námskeiðið?

Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða. 

Hvernig á ég að velja námskeið?

Fyrir hvert námskeið höfum við gefið því erfiðleikastuðul, 1 fyrir auðveldast, og þar af leiðandi fyrir byrjendur, og svo 2 fyrir næstu námskeið sem er hægt að taka eftir það og svo koll af kolli. Flóknustu verkefnin fá erfiðleikastuðulinn 5. Einnig eru lýsing inn í hverju námskeiði þar sem er merkt við þau atriði sem farið er yfir í hverju námskeiði fyrir sig. Ef þú ert samt ekki alveg viss, þá endilega sendu okkur línu á kvistknitting@kvist.is eða skilaboð á Instagram eða Facebook og við hjálpum þér að finna það sem hentar hverjum og einum. 

Þarf ég að eiga eitthvað, eins og garn og prjóna, eða fylgir það með?

Garn og prjónar fylgja ekki námskeiðinu en hægt að sjá hvað þarf fyrir hvert námskeið í lýsingu á námskeiðinu.

Er hægt að kaupa uppskrift án þess að taka námskeið?

Öll námskeiðin okkar er hægt að kaupa sem uppskrift, þ.e. án kennslumyndbanda, á síðunni Uppskriftir.


Hér fyrir neðan er hægt að sjá kennslumyndbandið okkar fyrir slétta lykkju sem fylgir öllum námskeiðum.