Um okkur

Við hjá Kvist Knitting höfum prjónað í mörg ár og búið til töluvert af prjónafatnaði í gegnum tíðina sem og kennt vinum og vandamönnum að prjóna. Að stofna fyrirtæki hafði verið fjarlægur draumur þangað til í Apríl 2020, þá sat önnur okkar í sóttkví, báðar komnar í lægra starfshlutfall og allt í einu nægur tími til að láta drauminn rætast!

Okkar langar að dreifa okkar kunnáttunni á rafrænu formi og gefa öðrum tækifæri á að læra að prjóna, hver á sínum hraða og þegar tími gefst. Hugsunin er að hafa námskeiðin og flíkurnar á mismunandi erfiðleikastigum svo að það sé eitthvað fyrir alla og að viðskiptavinir okkar geti vaxið sem prjónarar. Allt okkar efni er á íslensku og með hverju námskeiði fylgja ýmislegar upplýsingar tengdu prjónum sem auka vitneskju og áhuga.

Okkar markmið er að kenna sem flestum að gera það sem okkur finnst skemmtilegast!

Kvist Knitting eru Jódís Bóasdóttir og Tinna Jóhannsdóttir.