Velkomin!
Fjarnámskeið & Uppskriftir
Þú stýrir hraðanum og tekur námskeið hvar og hvenær sem er
NÝTT
-
Jólakjóll990 kr.
-
Ungbarnahúfa og vettlingar með dúllu790 kr.
-
Trefill x Fjolaknits790 kr.
Langaði bara að segja hvað mér finnst þetta svo sjúklega flott allt hjá ykkur er búin að fylgja ykkur frá því að þið byrjuðuð með fyrsta námskeiðið og eruð alltaf að toppa ykkur í nýjum skemmtilegum vörum! Bara áfram þið !
VINSÆLUSTU NÁMSKEIÐIN
-
Fyrsta Peysa – Námskeið5.990 kr.
-
Duggara húfa – Námskeið2.990 kr.
-
Kragi – Byrjendanámskeið990 kr.
UPPSKRIFTIR
-
Hörpeysan – uppskrift990 kr.
-
Munstur Peysan990 kr.
-
Önnur húfa – Uppskrift790 kr.
LYKKE
-
LYKKE – Prjónasett – Stærra19.990 kr.
-
LYKKE – Sokkaprjónasett (Stærra)18.990 kr.
-
LYKKE – Prjónasett – Minna17.990 kr.
LEIÐBEININGAR
Hvernig virkar námskeiðið?
Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.
Hvernig á ég að velja námskeið?
Fyrir hvert námskeið höfum við gefið því erfiðleikastuðul, 1 fyrir auðveldast, og þar af leiðandi fyrir byrjendur, og svo 2 fyrir næstu námskeið sem er hægt að taka eftir það og svo koll af kolli. Flóknustu verkefnin fá erfiðleikastuðulinn 5. Einnig eru lýsing inn í hverju námskeiði þar sem er merkt við þau atriði sem farið er yfir í hverju námskeiði fyrir sig. Ef þú ert samt ekki alveg viss, þá endilega sendu okkur línu á kvistknitting@kvist.is eða skilaboð á Instagram eða Facebook og við hjálpum þér að finna það sem hentar hverjum og einum.
GOTT AÐ VITA…
Til að hafa í huga
- “Allt sem er eitthvers virði tekur tíma” á sérstaklega vel við prjón. Það er mikilvægt að hafa í huga þegar byrjað er á verkefni að gefa sér tíma. Ekki byrja á peysu fyrir Verslunarmannahelgi í lok Júlí (nema þú sért vön að klára peysur á stuttum tíma). Það geta alltaf komið upp mistök sem þarf að leiðrétta. Við viljum að prjón sé skemmtilegt og slakandi og því nauðsynlegt að gefa sér góðann tíma til að klára verkefni.
- Ef þú ert að fara gera eitthvað í fyrsta skipti þá eru ágætar líkur á að það komi ekki nákvæmlega út eins og þú vildir. Við mælum með því að æfa sig, hægt er að gera litlar prufur til að prófa sig áfram í allskonar prjóni og halda síðan áfram með verkefnið
- Það er hægt að laga allt! Það er gott að skoða leiðir til að laga mistök áður en við ákveðum að verkefnið sé ónýtt og hendum því út í horn…
GJAFABRÉF
Við bjóðum upp á persónuleg gjafabréf fyrir vinkonur og vini. Hægt er að sjá það nánar með því að smella hér.