GOTT AÐ VITA

Til að hafa í huga

  • “Allt sem er eitthvers virði tekur tíma” á sérstaklega vel við prjón. Það er mikilvægt að hafa í huga þegar byrjað er á verkefni að gefa sér tíma. Ekki byrja á peysu fyrir Verslunarmannahelgi í lok Júlí (nema þú sért vön að klára peysur á stuttum tíma). Það geta alltaf komið upp mistök sem þarf að leiðrétta. Við viljum að prjón sé skemmtilegt og slakandi og því nauðsynlegt að gefa sér góðann tíma til að klára verkefni. 
  • Ef þú ert að fara gera eitthvað í fyrsta skipti þá eru ágætar líkur á að það komi ekki nákvæmlega út eins og þú vildir. Við mælum með því að æfa sig, hægt er að gera litlar prufur til að prófa sig áfram í allskonar prjóni og halda síðan áfram með verkefnið. 
  • Það er hægt að laga allt! Það er gott að skoða leiðir til að laga mistök áður en við ákveðum að verkefnið sé ónýtt og hendum því út í horn. 
  • Þegar þú ert komin með góð tök á prjóninu þá er það besta leiðin til að horfa á sjónvarpið

Áður en prjónað

  • Veldu gæða garn til að prjóna úr. Það er stór munur á flíkum sem eru prjónaðar úr garni sem er búið að vinna vel og þeim sem eru prjónaðar úr ódýrari garni sem hefur ekki fengið sömu meðferð og gæða garn. 
  • Ef þú ætlar að nota annað garn en það sem er gefið upp í uppskrift skoðaðu þá vel hvort það sé með sömu eiginleika og sé prjónað á sömu prjónastærð. 
  • Gott er að hugsa um innihald garns þegar það er valið, ullargarn (Lopi, Alpaca, Merino sem dæmi) er betra fyrir hlýjan fatnað eins og peysur, sokka og vettlinga. Það er meiri teygja í flík sem er prjónuð úr ullargarni og halda betur í sitt upphaflega form. 
  • Aðrar týpar af garni, eins og bómull eða bambus (koma úr plöntum) hafa minni teygju en ullargarn en henta vel í flíkur sem eru frekar bein í sniði og ætluð fyrir sumartímann þar sem garnið andar betur en ullargarn. 
  • Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.
  • Gerðu prjónafestu! 

Á meðan

  • Ekki henda miðanum sem fylgdi með garninu, en nóg að halda einum eftir. Ef þú þarft að kaupa meira þá þarf að vita framleiðslunúmer á litnum sem þú valdir og síðan eru oftast þvottaleiðbeiningarnar á miðanum. 
  • Mörgum finnst gott að skrifa hjá sér endurtekningar, eins og útaukning á ermi eða úrtaka á vettlingum sem dæmi, og því gott að hafa blað og blýant við hönd. Það er líka alltaf hægt að notast við símann. 
  • Ef það er verið að prjóna mynstur þá er líka gott að merkja við þegar umferð er búin. Einnig er góður vani að leggja frá sér prjónana í lok umferðar svo að enginn ruglingur eigi sér stað þegar þeir eru teknir aftur upp. 

Eftir prjón

  • Þegar þú ert búin að prjóna þá skiptir frágangur miklu máli. Það þarf að vanda verkið svo að spottar losni ekki og flíkin fari að rakna upp. 
  • Þvottur er nauðsynlegur áður en flík er notuð, oftast mýkist prjónið við þvott en það er mjög mikilvægt að skoða þvotta leiðbeiningar vel áður en við setjum flíkina í þvottavélina. Best er að þvo allt á ullarstilingu ef hún er til á vélinni og passa þarf þeytinguna. Ullarföt ætti helst ekki að þeyta mikið. 
  • Eftir þvott er einnig mikilvægt að leggja flíkina á meðan hún þornar, alls ekki hengja hana upp. Þegar við leggjum flíkina þá er gott að laga hana til, passa að það sé ekki snúningur eða að bakhlið sé mikið teygðari en framhlið. Hvernig hún þornar hefur áhrif á hvernig flíkin lítur út þegar hún er orðin þurr.

Gangi þér vel!