Afhending og vöruskil

Afhending
Rafræn vara er send fljótlega eftir að kvittun hefur borist ef greitt er með millifærslu. Ef greitt er með korti kemur tölvupóstur með hlekk til niðurhals strax eftir að greiðsla berst. Fjarnámskeið og uppskriftir verða eingöngu til á rafrænu formi og eru send á netfang í formi PDF skjals.

Afhending á garni og prjónum tekur 1 – 3 daga eftir að greiðsla hefur borist.

Við bjóðum uppá heimsendingu innan höfuðborgasvæðis bæði með Dropp og Póstinum. Ef keypt er fyrir hærri upphæð en 15.000 kr. bjóðum við uppá fría heimsendingu. Sé varan send með Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. 

Skilafrestur
Þar sem um rafræna vöru til niðurhals er að ræða er ekki hægt að fá endurgrett nema að tengill á PDF skjali hafi ekki verið notaður. Ef ósætti er um vöruna má endilega hafa samband við okkur á kvistknitting@kvist.is og við finnum lausn á málinu.

Hægt er að skila vöru og fá inneign eða endurgreiðslu innan 30 daga. Til þess að vöru fáist skilað skal hún vera ónotuð og í upprunalegu ástandi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og ber kaupandi ábyrgð á endursendingu vöru.