Skilmálar

Kvist knitting ehf.
Eigendur: Jódís Bóasdóttir og Tinna Jóhannsdóttir
Kennitala: 471113 – 0690
Vsk númer: 137642
Netfang: kvistknitting@kvist.is
Heimilisfang: Línakur 1a / 210 Garðabær
Símanúmer: 8440400
Opnunartími fyrir aðstoð: 10 – 22

Greiðsla
Hægt er að greiða með Visa og Mastercard Debet- og Kreditkorti í gegnum greiðslusíðu Borgunar.
Einnig er hægt að velja að greiða með millifærslu og þá þarf að senda kvittun á netfangið kvistknitting@kvist.is.

Verð og vörur
Við áskiljum okkur þeim rétti á að breyta verði á netvörum, hætta með áður auglýsta vöru án fyrirvara og hætta við pantanir, t.d. vegna rangrar verðupplýsinga.

Skattar og gjöld
Hverskonar kennsla er undanþegin vsk. skyldum ekki er rukkað fyrir vsk á námskeiðum og uppskriftum. Prjónavörur eru skattskyldar en vsk er reiknaður inn í lokaverð og því öll verð á síðunni lokaverð.

Upplýsingar og trúnaður
Upplýsingar um notendur Kvist Knitting verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Persónlegar upplýsingar sem við söfnum eru nafn, heimilisfang, netfang, og símanúmer. Allar greiðsluupplýsingar eru safnaðar hjá Borgun og bendum við á persónuverndar stefnu Borgunar sem er hægt að lesa nánar um hér.
Ef þú skráir þig á póstlista eða gefur upp netfang við kaup getum við sent þér markaðstengd efni, svo sem nýjungar eða tilboð. Ef þú vilt hætta fá póst frá okkur þá getur þú sent okkur póst á kvistknitting@kvist.is. Einnig er alltaf valmöguleiki neðst í tölvupósti þar sem er hægt að fjarlægja það netfang sem pósturinn var sendur á af póstlistanum okkar.

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Vafrakökur
Með því að samþykkja skilmála Kvist knitting um notkun á vafrakökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að

  • Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna.
  • Að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum.
  • Að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar.
  • Að birta notendum auglýsingar.