Aðrir ungbarnavettlingar – Námskeið

1.590 kr.

Um námskeið

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa tekið byrjendanámskeið eða hafa smá grunn en vilja bæta við sig þekkingu, t.d. ef þú hefur verið í handavinnu í grunnskóla þá er gott að byrja hér.

Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 2Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér

Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.

Við höfum verið að prófa okkur áfram með munstrið sem er í ungbarnapeysunni og buxunum til að búa til heilt sett sem er í sömu línu. Núna eru þriðja ungbarnahúfan og aðrir ungbarnavettlingar tilbúin með það í huga, að fullkomna fyrstu ungbarnalínuna okkar.

Þeir sem hafa lokið námskeiði á öðrum ungbarnavettlingum fá kóða sem gefur 50% afslátt af námskeiði af þriðju ungbarnahúfunni.

Stærðir: 0 – 4 mánaða (4 – 8 mánaða) 8 – 12 mánaða

Farið er yfir eftirfarandi:

    • Fitja upp
    • Tengja sokkaprjóna í hring
    • Prjóna á sokkaprjóna
    • Prjóna stroff
    • Prjóna slétt/brugðið munstur
    • Lesa munstur
    • Taka saman
    • Draga í gegnum lykkjur
    • Frágangur

Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:

  • Prjónatækni
  • Finna endann á garninu
  • Þegar við missum niður lykkju
  • Þegar við prjónum í ranga átt
  • Þegar þarf að prjóna tilbaka
  • Þegar þarf að rekja upp stórann hluta
  • Þegar við þurfum að byrja á nýjum hnykli
  • Ef við missum lykkju þegar þumall er þræddur upp
  • Þegar við þurfum að fella af

Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.

Finnst þér þessi vara fullkomin fyrir vin? Þú getur keypt gjafakort fyrir þennan hlut!

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Baby Lanett. Hægt er að kaupa garnið hér eða hjá Tinnu ehf.

Prjónar:  5 sokkaprjónar nr. 3 mm

Nál, skæri, málband

Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.

StærðGarnMagn
0-4 mánaðaSandnes Baby Lanett15g
4-8 mánaðaSandnes Baby Lanett16g
8-12 mánaðaSandnes Baby Lanett17g

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.