Fyrsta Fullorðinspeysan – Námskeið

5.990 kr.

Um námskeið

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa tekið byrjendanámskeið eða hafa smá grunn en vilja bæta við sig þekkingu, t.d. ef þú hefur verið í handavinnu í grunnskóla þá er gott að byrja hér.

Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 2Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér

Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.

Þessi peysa var lengi að verða til hjá okkur, en við vorum búnar að vera hugsa þetta fram og tilbaka og þá sérstaklega garnið. Á endanum ákváðum að fá að prófa Filcolana garnið í Maro sem er alveg frábært, gætum ekki mælt meira með því! Við vorum búnar að sjá fyrir okkur einfalda peysu, með löngum berustykki, stílhrein og myndi aldrei detta úr tísku. Eftir þó nokkrar upprakningar erum við komnar með peysu sem við sjáum fram á að nota mikið.

Fyrsta fullorðinspeysan er hugsuð fyrir óvana prjónara (þó vanir geti að sjálfsögðu líka prjónað hana), einföld og fljótprjónuð. Góðar og ítarlegar leiðbeiningar í uppskrift sem og kennslumyndbönd við hverju skrefi.

Hægt er að nota kóðann Lykke15 til að fá 15% afslátt af uppgefnum prjónastærðum ef námskeið er í körfu!

Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL) 

Farið er yfir eftirfarandi:

 • Fitja upp
 • Prjóna berustykki ofan frá og niður
 • Prjóna slétt og brugðið munstur
 • Prjóna í hring
 • Prjóna saman stroff
 • Auka út
 • Telja umferðir á milli útaukninga
 • Taka saman lykkjur
 • Flytja lykkjur á band fyrir ermar
 • Taka upp lykkjur
 • Prjóna ermar
 • Fella af

Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:

 • Prjónatækni
 • Finna endann á garninu
 • Þegar við missum niður lykkju
 • Þegar við prjónum í ranga átt
 • Þegar við þurfum að prjóna tilbaka
 • Þegar við þurfum að rekja upp stórann hluta

Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.

Finnst þér þessi vara fullkomin fyrir vin? Þú getur keypt gjafakort fyrir þennan hlut!

Viðbótar upplýsingar

Garn: Filcolana Peruvian Highland Wool og Peruvian Alva (hægt er að kaupa garnið hjá Maro, smellið hér til að sjá úrvalið)

Prjónar: Hringprjónn nr. 5,5 mm (40 cm) og hringprjónn nr. 6 mm (40 og 80 cm). Sokkaprjónar nr. 5.5 mm

Nál, skæri og málband

StærðGarnMagnGarnMagn
XSFilcolana Peruvian Highland Wool350gFilcolana Alva100g
SFilcolana Peruvian Highland Wool350gFilcolana Alva100g
MFilcolana Peruvian Highland Wool450gFilcolana Alva125g
LFilcolana Peruvian Highland Wool450gFilcolana Alva125g
XLFilcolana Peruvian Highland Wool500gFilcolana Alva150g
XXLFilcolana Peruvian Highland Wool600gFilcolana Alva175g