Fjórða ungbarnahúfan – Byrjendanámskeið

1.290 kr.

Okkur langaði að bæta við nýju byrjendanámskeiði og þar sem það er nýr Kvist meðlimur væntanlegur þá varð til hugmynd að sætri og einfaldri ungbarnahúfu. 

Um námskeið

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa aldrei prjónað áður en langar að læra. Hér lærir þú grunn undirstöðuatriði sem hægt er svo að byggja á bæði með fleiri námskeiðum eða prófa sig áfram með öðrum prjónaverkefnum.

Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 1Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér

Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða. 

Stærðir: 0 – 3 mánaða (3 – 6 mánaða ) 6 – 9 mánaða 

Farið er yfir eftirfarandi:

    • Fitja upp
    • Prjóna slétt prjón fram og tilbaka
    • Garðaprjón
    • Samantekt
    • Sauma húfuna saman
    • Frágangur

Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.

Finnst þér þessi vara fullkomin fyrir vin? Þú getur keypt gjafakort fyrir þennan hlut!
Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Merino Ull. Hægt er að kaupa garnið hér eða hjá Tinnu ehf.

Prjónar:  Hringprjónn nr. 4 mm

Nál, skæri, málband

Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.

StærðGarnMagn
0 - 3 mánaðaSandnes Merinoull50g
3 - 6 mánaðaSandnes Merinoull100g
6 - 9 mánaðaSandnes Merinoull100g