Viðbótar upplýsingar
Garn: Sandnes Double Sunday (108 m/50 g, prjónastærð: 4 mm), hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf og í Hagkaup
Prjónar: Hringprjónn nr. 5
Nál, skæri, málband og heklunál nr. 3
2.990 kr.
Um námskeið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa tekið byrjendanámskeið eða hafa smá grunn en vilja bæta við sig þekkingu, t.d. ef þú hefur verið í handavinnu í grunnskóla þá er gott að byrja hér.
Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 2. Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér
Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.
Dóttir mín bað um trefil seinasta vetur af þeirri góðu ástæðu að vinkona hennar ætti svoleiðis. Trefillinn var settur á lista yfir væntanleg prjónverkefni en hér erum við ári síðar, loksins loksins komin með trefilinn um hálsinn og ekkert smá sáttar með útkomuna. Mjög gott verkefni fyrir þá sem vilja æfa slétt/brugðið prjón og útaukningar.
Stærð: 1 árs og uppúr (ein stærð)
Farið er yfir eftirfarandi:
Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:
Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.
Garn: Sandnes Double Sunday (108 m/50 g, prjónastærð: 4 mm), hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf og í Hagkaup
Prjónar: Hringprjónn nr. 5
Nál, skæri, málband og heklunál nr. 3