Fyrsti trefillinn

590 kr.

Dóttir mín bað um trefil seinasta vetur af þeirri góðu ástæðu að vinkona hennar ætti svoleiðis. Trefillinn var settur á lista yfir væntanleg prjónverkefni en hér erum við ári síðar, loksins loksins komin með trefilinn um hálsinn og ekkert smá sáttar með útkomuna. Skemmtilegt verkefni sem er hægt að klára á nokkrum kvöldstundum.

Prjónafesta: 21 lykkjur og 28 umferðir gera 10×10 cm – Minnum við á mikilvægi prjónafestu áður en byrjað er á verkefninu. 

Stærð: 1 árs og uppúr (ein stærð)

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Double Sunday (108 m/50 g, prjónastærð: 4 mm), hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf og í Hagkaup

Prjónar: Hringprjónn nr. 5

Nál, skæri, málband og heklunál nr. 3