Ungbarnavettlingar – Námskeið

1.590 kr.

Námskeið sem er hugsað fyrir þá sem hafa lítið sem ekkert prjónað. Farið er vel yfir slétta og brugðna lykkju og hentar því vel fyrir byrjendur og þá sem vilja lítið og þægilegt verkefni. 

Vettlingarnir eru í stærðum 0-3, 3-6 og 6-12 mánaða.

Erfiðleikastig: 2

Farið er yfir eftirfarandi:

 • Fitja upp á sokkaprjóna
 • Tengja saman sokkaprjóna
 • Prjóna slétta lykkju
 • Prjóna brugðna lykkju
 • Prjóna stroff
 • Taka saman lykkjur til hægri
 • Taka saman lykkjur til vinstri
 • Draga í gegn
 • Frágangur

Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:

 • Prjónatækni
 • Finna endann á garninu
 • Þegar við missum niður lykkju
 • Þegar við prjónum í ranga átt
 • Þegar þarf að prjóna tilbaka
 • Þegar þarf að rekja upp stórann hluta
 • Þegar við þurfum að byrja á nýjum hnykli
 • Ef við missum lykkju þegar eyra er þrætt upp á prjón
 • Hefðbundin affelling

 

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með pdf skjali til niðurhals. Skjalið inniheldur uppskrift, leiðbeiningar og kennslumyndbönd. Þú stýrir hraðanum og getur horft á hvert myndband eins oft og þú vilt.

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Baby Lanett 50 gr fyrir allar stærðir.
(við kaupum Sandnes Baby Lanett í Fjarðarkaup)

Prjónar: 4x sokkaprjónar nr. 3.  

Nál, skæri og málband

Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.

Vinsælar vörur með...