Ungbarnapeysa – Námskeið

4.990 kr.

Fyrsta ungbarnapeysan okkar. Námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa gert uppfit og prjónað slétt og brugðið en vilja færa sig yfir í stærri og örlítið flóknari verkefni.

Erfiðleikastig: 4

Þú lærir að:

 • Prjóna peysu ofan frá og niður
 • Prjóna slétt og brugðið munstur
 • Prjóna fram og tilbaka
 • Lesa munstur/Telja út munstur
 • Auka út
 • Prjóna laska
 • Taka saman lykkjur í ermi
 • Flytja lykkjur á band til að búa til ermar
 • Taka upp lykkjur
 • Prjóna með sokka prjónum
 • Fella af
 • Frágangur
 • Lesa uppskriftir

Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:

 • Prjónatækni
 • Finna endann á garninu
 • Þegar við missum niður lykkju
 • Þegar við prjónum í ranga átt
 • Þegar við þurfum að prjóna tilbaka
 • Þegar við þurfum að rekja upp stórann hluta

 

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals. Skjalið inniheldur uppskrift, leiðbeiningar og kennslumyndbönd. Þú stýrir hraðanum og getur horft á hvert myndband eins oft og þú vilt.

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Baby Lanett (við kaupum Sandnes Baby Lanett í Fjarðarkaup)

Prjónar: Hringprjónn 40 cm nr. 3 mm og 4 sokkaprjónar nr. 3 mm

Nál, skæri, málband og 6 tölur

Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.

StærðGarnMagn
0 - 3 mánaða
Sandnes Baby Lanett100g
3 - 6 mánaðaSandnes Baby Lanett150g
6 - 12 mánaðaSandnes Baby Lanett150g
12 - 18 mánaðaSandnes Baby Lanett200g
18 - 30 mánaðaSandnes Baby Lanett200g

Vinsælar vörur með...

 • Lykke sokkaprjónar

  1.390 kr.1.590 kr.
  Skoða valmöguleika
 • Lykke hringprjónar – 3 mm, 40 cm

  1.490 kr.
  Setja í körfu
 • Sandnes Baby Lanett

  990 kr.
  Skoða valmöguleika