Kragi – Byrjendanámskeið
990 kr. Original price was: 990 kr..693 kr.Current price is: 693 kr..
Um námskeið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa aldrei prjónað áður en langar að læra. Hér lærir þú grunn undirstöðuatriði sem hægt er svo að byggja á bæði með fleiri námskeiðum eða prófa sig áfram með öðrum prjónaverkefnum.
Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 1. Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér
Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.
Stærðir: 12 – 18 mán (18 – 24 mán) 2 – 3 ára (3 – 5 ára) 6 – 9 ára
Farið er yfir eftirfarandi:
- Fitja upp
- Prjóna slétta lykkju
- Tengja saman uppfit í hring
- Fella af
- Frágangur
Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:
- Prjónatækni
- Finna endann á garninu
- Þegar við missum niður lykkju
- Þegar við prjónum í ranga átt
- Þegar við þurfum að prjóna tilbaka
- Þegar við þurfum að rekja upp stórann hluta
Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.
Viðbótar upplýsingar
Garn: Garn: Sandnes Merinoull (hægt er að kaupa garnið hér eða hjá Tinnu ehf)
Prjónar: Hringprjónn 40 cm nr. 4
Nál, skæri og málband
Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.
Stærð | Garn | Magn
|
12 - 18 mánaða | Drops Merino Extra Fine | 50g |
18 - 24 mánaða | Drops Merino Extra Fine | 50g |
2 - 3 ára | Drops Merino Extra Fine | 50g |
3 - 5 ára | Drops Merino Extra Fine | 50g |
6 - 9 ára | Drops Merino Extra Fine | 50g |
Reviews
There are no reviews yet.