Hneppt peysa

990 kr.

Fyrsta fullorðin kvennapeysan okkar er hneppt peysa.

Við vildum hanna peysu sem væri fullkomin yfir kjóla og klæðileg, eitthvað sem væri mögulega hægt að finna út í búð. Eftir að hafa prófað hinar ýmsu garntegundir þá ákváðum við að setja saman Sunday og Tynn Mohair sem býr til ofboðslega mjúkt og fallegt prjón.  Peysan er ekki alveg hugsuð fyrir byrjendur en það fylgja myndbönd frá okkur með þeim atriðum sem eru ekki hefðbundinn og gætu reynst flóknari í framkvæmd. Okkur þykir báðum gaman að læra eitthvað nýtt þegar við prjónum svo það var eitt af markmiðunum þegar þessi peysa var hönnuð.

Með uppskriftinni fylgja kennslumyndbönd sem sýna hvernig á að prjóna kantinn, gera ítalska affellingu og hvernig á að sauma ermarnar í.

 

Finnst þér þessi vara fullkomin fyrir vin? Þú getur keypt gjafakort fyrir þennan hlut!
Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Sunday og Sandnes Tynn Silk Mohair (hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf)

Prjónar: Hringprjónar nr. 4 (40 & 80 cm) og 4 sokkaprjónar nr. 4

Nál, skæri, málband, heklunál og 6 tölur

StærðirSandnes SundaySandnes Tynn Silk Mohair
X-small250 gr (5 dokkur)125 gr (5 dokkur)
Small300 gr (6 dokkur)125 gr (5 dokkur)
Medium300 gr (6 dokkur)150 gr (6 dokkur)
Large350 gr (7 dokkur)150 gr (6 dokkur)
X- large350 gr (7 dokkur)175 gr (7 dokkur)

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.