Þriðja ungbarnahúfan og aðrir ungbarnavettlingar – Uppskrift

790 kr.

Við höfum verið að prófa okkur áfram með munstrið sem er í ungbarnapeysunni og buxunum til að búa til heilt sett sem er í sömu línu. Núna eru þriðja ungbarnahúfan og aðrir ungbarnavettlingar tilbúin með það í huga, að fullkomna fyrstu ungbarnalínuna okkar.

Húfan býður upp á margar útgáfur en svo virðist sem við getum ekki fullklárað ungbarnahúfu nema prófa að setja á hana eyru! Þessa húfu er hægt að prjóna aftur og aftur með smá breytingum í hvert skipti.

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn : Sandnes Baby Lanett. Hægt er að kaupa garnið hér eða hjá Tinnu ehf.

Prjónar : Hringprjón 40 cm nr. 3 / 5x sokkaprjóna nr. 3

Nál, skæri og málband
Dúskur og smella valkvætt

StærðGarnMagn
0-4 mánaðaSandnes Baby Lanett15g
4-8 mánaðaSandnes Baby Lanett16g
8-12 mánaðaSandnes Baby Lanett17g

Stærð GarnMagn
0-3 mánaðaSandnes Baby Lanett25g
3-6 mánaðaSandnes Baby Lanett28g
6-9 mánaðaSandnes Baby Lanett32g
9-12 mánaðaSandnes Baby Lanett35g

*Ath, þyngdin getur breyst eftir því hvort eyru séu sett á húfuna og hvort snúrubönd séu gerð eða smelluband. Þessi tafla er eingöngu til viðmiðunar

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.