Okkur langaði að bæta við nýju byrjendanámskeiði og þar sem það er nýr Kvist meðlimur væntanlegur þá varð til hugmynd að sætri og einfaldri ungbarnahúfu.
Um námskeið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa aldrei prjónað áður en langar að læra. Hér lærir þú grunn undirstöðuatriði sem hægt er svo að byggja á bæði með fleiri námskeiðum eða prófa sig áfram með öðrum prjónaverkefnum.
Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 1. Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér
Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.
Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.
Garn: Sandnes Merino Ull. Hægt er að kaupa garnið hér eða hjá Tinnu ehf.
Prjónar: Hringprjónn nr. 4 mm
Nál, skæri, málband
Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.
Kvist knitting notar vafrakökur til að auðvelda notkun þína á vefnum. Um vafrakökurSamþykkja
Privacy & Cookies Policy
Vafrakökur
Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.
Með því að samþykkja skilmála Kvist.is um notkun á vafrakökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að
Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna.
Að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum.
Að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.