Aðrar Ungbarnabuxur – Uppskrift

990 kr.

Þessar buxur fylgja Annarri Ungbarnapeysu en eftir að peysan hafði verið kláruð þá sá ég fyrir mér einfaldar buxur sem myndu passa við litríku peysuna. Eins og með peysuna þá var ég búin að vera frekar heltekin á röndóttum prjónaflíkum og vildi athuga hvort ég gæti sett lóðrétta rönd á miðja skálmina. Við tók smá rannsóknarvinna og allskonar prufur þangað til að ég var ánægð með þessa lokaútkomu. Sunday garnið er yndislegt í ungbarnafötin og er þetta dúnmjúkt og þægilegt og það er mjög líklegt að þetta sett verði prjónað aftur í annarri stærð seinna meir. 

Vonandi á ykkur eftir að finnast jafn gaman að prjóna þessa eins og mér fannst að skapa hana, en allar okkar barnaflíkur eru hugsaðar út frá börnunum okkar og eru því okkur mjög persónulegar.

Stærðir: 0 – 3 mánaða (3 – 6 mánaða) 6 – 12 mánaða (12 – 18 mánaða) 18 – 24 mánaða

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Sunday (við kaupum Sandnes Sunday hjá Tinnu ehf.)

Prjónar: Hringprjónar nr 2.5 mm og 3 mm(40 cm) og sokkaprjónar nr. 2.5 mm og 3

Nál, skæri, málband og heklunál

StærðGarnMagn (Litur 1)Magn (Litur 2)
0 - 3 mánaðaSandnes Sunday100gr5gr (50gr)
3 - 6 mánaðaSandnes Sunday100gr5gr (50gr)
6 - 12 mánaðaSandnes Sunday100gr5gr (50gr)
12 - 18 mánaðaSandnes Sunday 150gr7gr (50gr)
18 - 24 mánaðaSandnes Sunday150gr7gr (50gr)

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.