Ungbarnateppi – Uppskrift

590 kr.

Einfalt og fallegt teppi sem hentar jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Teppið er prjónað slétt fram og til baka (garðaprjón) og að lokum er heklaður kantur utan um teppið. Uppgefið garn í teppið er Baby Lanett frá Sandnes. Notast er við stærri prjónastærð en gefið er upp á garninu sjálfu sem gerir teppið einstaklega meðfærilegt og auðvelt að vefja því notalega um barnið.

Okkur langar þó að benda á að prjóna teppi tekur töluverðan tíma og ef þú ert byrjandi þá er gott að vera með annað lítið verkefni með.

Prjónafesta: 24 lykkjur gera 10 cm – Minnum við á mikilvægi prjónafestu áður en byrjað er á verkefninu. 

Ein stærð er af teppinu.

 

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Stærð                        Garn                                    Magn
Ein stærð                  Sandnes Baby Lanett        350g

Garn: Sandnes Baby Lanett (við kaupum Sandnes garn í Fjarðarkaup)

Prjónar: Hringprjónn 80 eða 100 cm nr. 4 / Heklunál nr. 3

Nál, skæri og málband

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.