Betra verð

Ungbarnahúfa og vettlingar með dúllu

Original price was: 790 kr..Current price is: 553 kr..

Við erum ótrúlega hrifnar af einfaldleikanum með smá tvisti og það er einmitt það sem þetta sett af ungbarnahúfu og vettlingum er. Þetta er sami dúllukantur og er á ungbarnateppinu okkar sem er eitt af fyrstu námskeiðunum og uppskriftunum okkar. Upprunalega er kanturinn hugmynd frá ömmu okkar svo okkur þykir einstaklega vænt um hann.

 

Viðbótar upplýsingar

Garn : Sandnes Baby Lanett. Hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf, Hagkaup og Fjarðarkaup. 

Prjónar : Hringprjón 40 cm nr. 3 / 5x sokkaprjóna nr. 3
Heklunál nr. 4

Nál, skæri og málband

Stærð vettlingaStærð húfuGarnMagn
0-6 mánaðaHeimferðarSandnes Baby Lanett50g
0-6 mánaða0-3 mánaðarSandnes Baby Lanett50g
0-6 mánaða3-6 mánaðaSandnes Baby Lanett100g
6-12 mánaða6-9 mánaðaSandnes Baby Lanett100g

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.