Þriðja peysa

990 kr.

Kveikjan af þessari peysu er „Önnur ungbarnapeysa“ en eftir að við prjónuðum hana þá langaði okkur báðum að útfæra uppskriftina þannig að hún gengi á eldri börnin okkar. Við breyttum um garn og prjónastærð en peysan er prjónuð úr okkar uppáhalds Merinoull frá Sandnes og erum ekkert smá ánægðar með útkomuna.

Peysan er með ísettum ermum og rennilás og því kannski hægt að segja að hún sé ekki hugsuð fyrir byrjendur en uppskriftinni fylgja kennslumyndbönd fyrir rennilásnum sem og ísettu ermunum.

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Merinoull (hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf og í Fjarðarkaup)

Prjónar:

Hringprjónar nr. 4, 40cm og 60 cm (mælum með lengri prjóninum frá 5-7 ára stærðinni).

4 sokkaprjónar nr. 4 og 4 sokkaprjónar nr. 3,5

Nál, skæri, málband og rennilás

StærðGarnMagn (litur 1) Magn (litur 2)Magn (litur 3)
1 - 2 ára
Sandnes Merinoull100g50g150g
2 - 3 áraSandnes Merinoull100g50g200g
3 - 5 áraSandnes Merinoull100g50g200g
5 - 7 ára Sandnes Merinoull150g50g250g
7 - 9 áraSandnes Merinoull150g50g300g
9 - 11 áraSandnes Merinoull150g50g350g

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.