Önnur ungbarnapeysa – Námskeið

4.990 kr.

Önnur ungbarnapeysan okkar. Námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa gert uppfit og prjónað slétt og brugðið en vilja færa sig yfir í örlítið flóknari verkefni.

Erfiðleikastig: 3

Þú lærir að:

 • Prjóna peysu neðan frá og upp með ísettum ermum
 • Skipta um lit á garni
 • Prjóna fram og tilbaka
 • Fella af
 • Auka út
 • Taka upp lykkjur eftir affellingu
 • Taka upp lykkjur í miðri flík
 • Sauma ermi í handveg
 • Hnappagöt
 • Prjóna með sokka prjónum
 • Sauma tölur á flík
 • Lykkja saman
 • Frágangur

Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:

 • Prjónatækni
 • Finna endann á garninu
 • Þegar við missum niður lykkju
 • Þegar við prjónum í ranga átt
 • Þegar við þurfum að prjóna tilbaka
 • Þegar við þurfum að rekja upp stórann hluta
 • Hvernig er hægt að þétta lykkjur sem voru teknar upp

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals. Skjalið inniheldur uppskrift, leiðbeiningar og kennslumyndbönd. Þú stýrir hraðanum og getur horft á hvert myndband eins oft og þú vilt.

 

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Sunday  (við kaupum Sandnes Sunday garn hjá Tinnu ehf)

Prjónar: Hringprjónn 40 cm nr. 3 mm og 4 sokkaprjónar nr. 3 mm

Nál, skæri, málband, heklunál og 3 tölur

Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.

StærðGarnMagn (litur 1) Magn (litur 2)Magn (litur 3)
0 - 3 mánaða
Sandnes Sunday50g50g50g
3 - 6 mánaðaSandnes Sunday50g50g100g
6 - 12 mánaðaSandnes Sunday50g50g100g
12 - 18 mánaðaSandnes Sunday50g50g100g
18 - 24 mánaðaSandnes Sunday100g50g100g

Upphafið af þessari ungbarnapeysu var mjög einfalt, ég sá græna litinn frá Sunday (9071) og ég bara varð að prjóna eitthvað úr honum. Stuttu seinna komst ég að því að ég ætti von á strák og þá var það ákveðið, þessi græni litur yrði settur í ungbarnapeysu. Þar sem liturinn var frekar dökkur svona fyrir heimferðasett (fannst mér) þá ákvað ég að setja aðra liti með til að gera það aðeins léttara og akkurat á þessum tíma var ég með rendur á heilanum. Það er mjög sérstakt að setja svona sköpunarferli á blað en þetta var bara ekki flóknara en þetta, hugurinn sér eitthvern veginn um afganginn og úr varð þessi peysa. 

Vonandi á ykkur eftir að finnast jafn gaman að prjóna þessa eins og mér fannst að skapa hana, en allar okkar barnaflíkur eru hugsaðar út frá börnunum okkar og eru því okkur mjög persónulegar.