Munstur Peysan

990 kr.

Önnur okkar eignaðist stelpu fyrr á árinu og kom löngunin fyrir dúlluprjón í kjölfarið. Okkur langaði að gera peysu sem var bæði með pilsi og gatamunstri svo úr varð Munstur peysan. Peysan er prjónuð neðan frá og er hefðbundinn laski á berustykki. Munstrið er ekki flókið en það er einungis tekið saman og slegið upp á prjón á víxl. Maður er fljótur að læra það á meðan peysan er prjónuð og þá þarf ekki alltaf að vera skoða uppskriftina sem okkur finnst mikill kostur. Uppgefið garn í peysuna er hörgarnið Line frá Sandnes, við vildum að peysan myndi virka sem inni peysa í vetur sem og létt og góð fyrir sumarið.

Prjónafesta: 24 lykkjur og 34 umferðir gera 10×10 cm – Minnum við á mikilvægi prjónafestu áður en byrjað er á verkefninu. 

Stærðir: 0 – 3 mánaða (3 – 6 mánaða) 6 – 12 mánaða (12 – 18 mánaða) 18 – 36 mánaða

Categories: , ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Line (100 m/50 g, prjónastærð: 4 mm), hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf og í Fjarðarkaup

Prjónar:

Hringprjónar nr. 3,5, 40 cm og 60 cm (mælum með lengri prjóninum í stærri stærðunum)

4 sokkaprjónar nr. 3,5

Nál, skæri, málband og tölu

StærðGarnMagn
0 - 3 mánaðaSandnes Line150gr
3 - 6 mánaðaSandnes Line150gr
6 - 12 mánaðaSandnes Line200gr
12 - 18 mánaðaSandnes Line300gr
18 - 36 mánaðaSandnes Line350gr