Fjórða peysan

990 kr.

Eftir að hafa klárað munsturpeysuna langaði okkur að útfæra munstrið á peysu sem myndi henta betur til útiveru, einskonar sambland af fyrstu peysunni og munsturpeysunni. Eftir nokkrar tilraunir varð niðurstaðan Fjórða peysan (er í raun fimmta peysan, en látum það liggja milli hluta..)

Önnur okkar var búin að prjóna Fyrstu peysu/buxur úr tvöföldu lanett sem kom svona vel út og því varð það fyrir valinu. Þessi peysa hefur verið notuð mikið í sumar hjá okkar stelpum en hentar vel sem milli hlý peysa.

Vonandi á ykkur eftir að finnast jafn gaman að prjóna þessa eins og okkur fannst að búa hana til, en allar okkar barnaflíkur eru hugsaðar út frá börnunum okkar og eru því okkur mjög persónulegar.

Prjónafesta: 20 lykkjur gera 10 cm – Minnum við á mikilvægi prjónafestu áður en byrjað er á verkefninu. 

Stærðir: 1 – 2 ára (2 – 3 ára) 3 – 5 ára (5 – 7 ára)

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Baby Lanett (175 m/50 g, prjónastærð: 2,5 mm), peysan er prjónuð úr tveimur þráðum.

Prjónar: 4x sokkaprjónar nr 5 og 60 cm hringprjón nr 5.

Nál, skæri og málband

StærðGarnMagn
1 - 2 áraSandnes Baby Lanett400 gr
2 - 3 áraSandnes Baby Lanett400 gr
3 - 5 áraSandnes Baby Lanett400 gr
5 - 7 áraSandnes Baby Lanett450 gr