Duggara húfa – Uppskrift

790 kr.

Duggara húfan er vinsælasta varan okkar frá upphafi en hún kemur í þremur útgáfum; hefðbundin, með eyrum og með dúskum (sjá betur myndir hér til hliðar). Hún hentar vel fyrir þá sem eru til að mynda að byrja að prjóna aftur eftir langa pásu og langar að rifja upp sem og vönum prjónurum. Húfan er prjónuð slétt og brugðin (stroff) með einfaldri samantekt á toppi húfunnar. Uppgefið garn er Merinoull frá Sandnes á prjóna nr. 4, það garn hefur reynst okkur virkilega vel og heldur sér vel þrátt fyrir mikla notkun.

Prjónafesta: 23 lykkjur gera 10 cm  – Minnum við á mikilvægi prjónafestu áður en byrjað er á verkefninu. 

Stærðir: 0 – 6 mán (6 – 12 mán) 12 – 18 mán (18 – 24 mán) 2 – 3 ára (3 – 5 ára) 6 – 9 ára (Minni fullorðins) Stærri fullorðins

 

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Merinoull (garnið fæst hér eða hjá Tinnu ehf)

Prjónar: Hringprjón 40 cm nr. 4 / 3 sokkaprjóna nr. 4

Nál, skæri og málband

StærðGarnMagn
0 - 6 mánaða Sandnes Merinoull50g
6 - 12 mánaðaSandnes Merinoull100g
12 - 18 mánaðaSandnes Merinoull100g
18 - 24 mánaðaSandnes Merinoull100g
2 - 3 áraSandnes Merinoull100g
3 - 5 áraSandnes Merinoull100g
6 - 9 áraSandnes Merinoull100g
Minni fullorðinsSandnes Merinoull100g
Stærri fullorðinsSandnes Merinoull100g

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.