Viðbótar upplýsingar
Garn: Sandnes Baby Lanett 50 gr fyrir allar stærðir.
(við kaupum Sandnes Baby Lanett hjá Tinnu ehf og Fjarðarkaup)
Prjónar: 40cm hringprjónn nr. 3, 4x sokkaprjónar nr. 3 og heklunál nr 4.
Nál, skæri og málband
2.990 kr.
Um námskeið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa tekið byrjendanámskeið eða hafa smá grunn en vilja bæta við sig þekkingu, t.d. ef þú hefur verið í handavinnu í grunnskóla þá er gott að byrja hér.
Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 3. Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér
Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.
Stærðir: Heimferðarstærð 0 – 3 mánaða (3 – 6 mánaða) 6 – 9 mánaða
Við erum ótrúlega hrifnar af einfaldleikanum með smá tvisti. Á húfunni er sami dúllukantur og er á ungbarnateppinu okkar sem er eitt af fyrstu námskeiðunum og uppskriftunum okkar. Upprunalega er kanturinn hugmynd frá ömmu okkar svo okkur þykir einstaklega vænt um hann.
Farið er yfir eftirfarandi:
Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:
Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.
Garn: Sandnes Baby Lanett 50 gr fyrir allar stærðir.
(við kaupum Sandnes Baby Lanett hjá Tinnu ehf og Fjarðarkaup)
Prjónar: 40cm hringprjónn nr. 3, 4x sokkaprjónar nr. 3 og heklunál nr 4.
Nál, skæri og málband