Fyrsta Fullorðinspeysan – uppskrift

990 kr.

Þessi peysa var lengi að verða til hjá okkur, en við vorum búnar að vera hugsa þetta fram og tilbaka og þá sérstaklega garnið. Á endanum ákváðum að fá að prófa Filcolana garnið í Maro sem er alveg frábært, gætum ekki mælt meira með því! Við vorum búnar að sjá fyrir okkur einfalda peysu, með löngum berustykki, stílhrein og myndi aldrei detta úr tísku. Eftir þó nokkrar upprakningar erum við komnar með peysu sem við sjáum fram á að nota mikið.

Fyrsta fullorðinspeysan er hugsuð fyrir óvana prjónara (þó vanir geti að sjálfsögðu líka prjónað hana), einföld og fljótprjónuð. Góðar og ítarlegar leiðbeiningar í uppskrift sem og kennslumyndbönd við hverju skrefi.

Hægt er að nota kóðann Lykke15 til að fá 15% afslátt af uppgefnum prjónastærðum ef uppskrift er í körfu!

Categories: ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Filcolana Peruvian Highland Wool og Peruvian Alva (hægt er að kaupa garnið hjá Maro, smellið hér til að sjá úrvalið)

Prjónar: Hringprjónn nr. 5,5 mm (40 cm) og hringprjónn nr. 6 mm (40 og 80 cm). Sokkaprjónar nr. 5.5 mm.

Nál, skæri og málband

StærðGarnMagnGarnMagn
XSFilcolana Peruvian Highland Wool350gFilcolana Alva100g
SFilcolana Peruvian Highland Wool350gFilcolana Alva100g
MFilcolana Peruvian Highland Wool450gFilcolana Alva125g
LFilcolana Peruvian Highland Wool450gFilcolana Alva125g
XLFilcolana Peruvian Highland Wool500gFilcolana Alva150g
XXLFilcolana Peruvian Highland Wool600gFilcolana Alva175g

Að greiðslu lokinni kemur tölvupóstur með PDF skjali til niðurhals sem inniheldur uppskriftina.