Ungbarnapeysa – Námskeið
4.990 kr.
Um námskeið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa lokið við námskeið á erfiðleikastigi 3. Ef ekki hefur verið tekið námskeið hjá okkur áður þá er þetta námskeið fyrir þá sem hafa prjónað eitthvað áður og lokið við önnur verkefni með smá flækjustigi.
Námskeiðið er metið sem erfiðleikastig: 4. Nánar um erfiðleikastig námskeiða má sjá hér
Námskeiðið er sett upp á PDF skjali sem þú færð sent í tölvupóst eftir að greiðsla berst. Skjalið inniheldur uppskrift og aðferð, en í hverju skrefi er síðan tengill sem fer með þig á Youtube og þar er farið yfir það sem á að gera það skiptið. Þú getur því horft á hvert myndband eins oft og þú vilt, þegar þér hentar og gert þetta algjörlega á þínum hraða.
Fyrsta ungbarnapeysan okkar var sett upp út frá peysu sem að önnur okkar var búin að prjóna margoft, bæði í heimferðarsett fyrir sitt eigið barn og í gjafir handa öðrum. Upprunalega peysan var jólagjöf á mágkonu hennar í fullorðin stærð. Okkur fannst þess vegna þurfa að vera til uppskrift og jú námskeið með þessari peysu.
Stærðir: 0 – 3 mánaða (3 – 6 mánaða) 6 – 9 mánaða (9 – 12 mánaða) 12 – 18 mánaða (18 – 30 mánaða)
Farið er yfir eftirfarandi:
- Prjóna peysu ofan frá og niður
- Prjóna slétt og brugðið munstur
- Prjóna fram og tilbaka
- Lesa munstur/Telja út munstur
- Auka út
- Prjóna laska
- Taka saman lykkjur í ermi
- Flytja lykkjur á band til að búa til ermar
- Taka upp lykkjur
- Prjóna með sokka prjónum
- Fella af
- Frágangur
- Lesa uppskriftir
Aukaefni sem fylgir námskeiði eru kennslumyndbönd sem fara yfir:
- Prjónatækni
- Finna endann á garninu
- Þegar við missum niður lykkju
- Þegar við prjónum í ranga átt
- Þegar við þurfum að prjóna tilbaka
- Þegar við þurfum að rekja upp stórann hluta
Það er gaman að segja frá því að við kaup á námskeiði hjá okkur heldur þú ótakmörkuðu aðgengi að öllu kennsluefni og getur því alltaf leitað í það eða skoðað kennslumyndböndin aftur.
Viðbótar upplýsingar
Garn: Sandnes Baby Lanett (við kaupum Sandnes Baby Lanett í Fjarðarkaup)
Prjónar: Hringprjónn 40 cm nr. 3 mm og 4 sokkaprjónar nr. 3 mm
Nál, skæri, málband og 6 tölur
Þegar garn er keypt fyrir verkefni þarf að skoða vel hvort framleiðslunúmerið á dokkunum sé það sama, því oft getur verið litamunur á milli framleiðslna.
Stærð | Garn | Magn |
0 - 3 mánaða
| Sandnes Baby Lanett | 100g |
3 - 6 mánaða | Sandnes Baby Lanett | 150g |
6 - 12 mánaða | Sandnes Baby Lanett | 150g |
12 - 18 mánaða | Sandnes Baby Lanett | 200g |
18 - 30 mánaða | Sandnes Baby Lanett | 200g |