Jólakjóll

990 kr.

Kjóllinn er prjónaður neðan frá og upp og er hefðbundinn laski á berustykki. Hann er nokkuð fljótprjónaður þar sem hann er prjónaður eingöngu í sléttu prjóni og svo er kanturinn heklaður. Uppgefið garn í peysuna er hörgarnið Line frá Sandnes en við vildum að kjóllinn væri ekki of þungur inni fyrir á vetrartíma og þægilegur sömuleiðis úti fyrir í íslenska sumrinu.

Prjónafesta: 24 lykkjur og 34 umferðir gera 10×10 cm – Minnum við á mikilvægi prjónafestu áður en byrjað er á verkefninu. 

Stærðir: 6 – 12 mánaða (12 – 18 mánaða) 18 – 24 mánaða (2 – 3 ára) 3 – 4 ára

Finnst þér þessi vara fullkomin fyrir vin? Þú getur keypt gjafakort fyrir þennan hlut!
Categories: , ,

Viðbótar upplýsingar

Garn: Sandnes Line (100 m/50 g, prjónastærð: 4 mm), hægt er að kaupa garnið hjá Tinnu ehf og í Fjarðarkaup

Prjónar:

Hringprjónar nr. 3,5, 40 cm og 60 cm (mælum með lengri prjóninum í stærri stærðunum)

4 sokkaprjónar nr. 3,5

Heklunál nr. 3

Nál, skæri, málband og tölu

StærðGarnMagn
6 - 12 mánaðaSandnes Line200gr
12 - 18 mánaðaSandnes Line250gr
18 - 24 mánaðaSandnes Line300gr
2 - 3 áraSandnes Line300gr
3 - 4 ára Sandnes Line350gr